mánudagur, janúar 29, 2007
Tónleikarnir í kvöld voru einhverjir þeir óvenjulegustu sem ég hef stjórnað, en um leið mjög ánægjulegir. Það mættu fleiri en ég gerði ráð fyrir, ég bjóst við að það yrði mamma og svo kannski einn annar, t.d. konan Hans Úlfars. Svo var gott flæði á þessu. Það skiptust á slagverkskaflar, elektróník og svo kór. Frank stóð sig mjög vel á slagverkinu og spilaði svo með elektróníkinni. Stundum tók kórinn þátt í því en söng svo mjög vel í kórlögunum nema á einum stað þar sem hann tók ekki rétta tóna í byrjun og það leiðréttist ekki fyrr en eftir tvær blaðsíður. Það var dálítil synd því það var einmitt flottasta byrjunin. Við höfðum æft þetta tvisvar, þ.e. að taka tóninn bara út frá grunntóninum sem heyrðist í elektóníkinni áður, en í kvöld var eitthvað stress í gangi. Annars var ég mjög ánægður með kórinn MINN! Ég held það hafi ekki komið neinn gagnrýnandi í kvöld, sennilega af því að þetta er endurtekið prógramm frá því í sumar í Skálholti. Ég er alltaf að lenda í svona endurteknum tónleikaprógrömmum og fæ því sjaldan opinbera umfjöllun um stjórnendastörfin mín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Haaa? Þetta leiðréttist í fimmta takti :-O Um leið og altinn átti að hitta okkur á e' löguðu þær sig. Ég var alveg á nálum þarna í byrjun en þetta tók ekki nema smástund.
já og við steingleymdum náttúrlega að tala við Frank út af Óttusöngvunum. Ég mundi það amk. ekki...
Ég hélt einmitt að þetta kæmist í lag í þeim takti en svo fór aftur eitthvað úrskeiðis og þetta var ekki orðið öruggt fyrr en bassinn og altinn sungu ein saman á þriðju blaðsíðu.
En frá og með þeim takti var þetta mjög flott. Annars hef ég komist að því að ég er ekkert mjög dómbær á hvernig gengur þegar ég stjórna. Ég gleymi mér svo gjörsamlega í tónlistinni þegar kemur að tónleikum að ég tek ekki eftir misfellum nema þær séu stórvægilegar.
nú er ég hissa, ég heyrði ekkert eftir takt 5!
Skrifa ummæli