Ég fór með Ísak í fyrsta Suzuki tímann í gær. Þetta er námskeið fyrir smábörn. Sum voru bara nokkra mánaða og önnur voru rúmlega tveggja ára. Það voru sungnir hreyfisöngvar og notuð ýmis hljóðfæri. Þetta var mjög súrealíst í byrjun þar sem enginn sagði orð heldur tók hvert tónlistaratriðið við af öðru. En Ísak virtist skemmta sér vel og þegar kom að því að spila á sílafóninn þá brilleraði litli Lionel Hamton minn, enda verið alveg óþreytandi að spila á það hljóðfæri hér heima.
Þetta er allt að skýrast með ferð Fílharmóníunnar til Litháen en ég og Einar Karl ætlum samt að fara þangað út í nokkra daga til að fá hlutina almennilega á hreint. Kórinn mun allavega flytja Carmina burana með hljómsveit þann 1 júlí á opnunartónleikum Listahátíðarinnar í Vilnius. Einsöngvarar verða þeir sömu og í haust og ég fæ að stjórna þessu öllu saman..... vúhúúúúú!!! Það verður toppurinn á mínum listræna ferli... allavega hingað til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hvaða Suzukitímar eru þetta? Hver kennir? Hvar?
Allegro og hún heitir Gyða sem kennir
já, ókei, hún er fín.
er það Gyða sem ég var að leysa af?
og btw JÚHÚ með Vilníus, bara kúl sko...
Sé Ísak alveg fyrir mér með sílafóninn. Algjör snillingur :) Svo líst mér vel á þetta nýja útlit síðunnar :D
Skrifa ummæli