mánudagur, nóvember 01, 2004

Fólk hringir í mig nokkrum sinnum í viku til að bjóða fram þjónustu sína eða biðja um að fá að halda tónleika í kirkjunni. En það er alveg týpískt að akkúrat það fólk sem mig vantar hefur ekki haft samband þannig að ég þarf að leita.

Svo hafa tveir umsboðsmenn haft samband við mig til að skipuleggja eigin tónleika með þekktum listamönnum. Annar umboðsmaðurinn er karlmaður og hinn kona og þau eru svo ólík. Maðurinn er mjög hress í símann og við höfum talast við ca. þrisvar og mér finnst mjög gott að vinna með honum því hann er ekkert að flækja hlutina að óþörfu og er mjög hnitmiðaður í öllu sem hann gerir.
Konan er mjög viðkunnanleg en ég hef hins vegar talað við ca. 9 sinnum því hún hefur áhyggjur af svo mörgu, og er alltaf að ítreka sömu spurningarnar sem ég er búinn að svara mörgum sinnum. Ég er nokkuð viss um að ef ég væri kona þá kynni ég betur við hana og þætti maðurinn einum of kærulaus. Þetta er eins og í umferðinni. Ef það væru bara karlar sem keyrðu þá gengi umferðin betur fyrir sig. Eins ef það væru bara konur í umferðinni. Ef ég t.d. vill hleypa manni inn í bílaröð þá grípur hann strax tækifærið og þakkar vonandi fyrir sig. En ef ég hleypi konu þá fæ ég þetta: ha... á ég... núna... en er það örugglega í lagi.... bíddu... á ég að halda áfram... altso núna... ok, ég fer þá bara....eða hvað?
og þetta er bara töf fyrir mig og ég verð pirraður. En ef ég væri kona þá myndi ég vita betur hvernig hún hugsar og þætti karlmenn óþarflega frekir. EKKI SAKA MIG UM AÐ VERA KARLREMBA. ÉG ER EINHVER MESTI JAFNRÉTTISSINNI SEM TIL ER!

Ég horfi oft á BBC World á morgnana þegar ég er heima á annað borð og þar er fréttaþulur sem les efnahagsfréttirnar. Það er gullfalleg indversk stelpa með alveg rosalega stór augu og glansandi varir. Vandamálið er bara að maður nær ALDREI um hvað hún er að tala. Sér í lagi þegar hún les upp nýjustu vísutölur með miklum tilþrifum með bros á vör.
Jæja Torfi. Það er bara að fara til London og leita hana uppi!

Engin ummæli: