Er þetta ekki týpískt íslenskt?
Alltaf þurfa Íslendingar að færa allt í aukana og reyna breiða sem mest úr sér.
Í síðasta tölublaði tímirits kirkjutónlistarmanna hér í Svíþjóð birtist gagnrýni um geisladiska þeirra kóra sem tóku þátt í norræna kirkjutónlistarmótinu í Árósum. Þar er fjallað um níu diska og í fyrsta sæti lendir Graduale Nobile og fær mjög góða gagnrýni. Það er skrifað að kórinn hafi heillað áheyrendur upp úr skónum með virtúósa flutningi af íslenskri nútímatónlist. Og þegar gagnrýnandinn hlustaði á diskinn stóðst hann allar væntingar og telur svo upp hvaða verk eru flutt.
Ég sendi Jónsa þessa gagnrýni um daginn og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að þýða hana eða ekki en ég ákvað bara að senda hana nákvæmlega eins og hún stendur á sænsku. Ég fékk mjög stutt skilaboð til baka og hélt jafnvel að hann hefði ekki áhuga á þessu. En svo sá ég auglýsingu fyrir tónleika kórsins og fylgir gagnrýnin með og þar stendur að gagnrýnandinn hafi skrifað: "Geisladiskurinn, sem hafnar í efsta sæti listans, uppfyllir allt sem hægt er að fara fram á."
Hmmmmmm...... ekki alveg það sama.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli