laugardagur, október 09, 2004

OK OK.
Það er dáldið langt síðan ég bloggaði síðast. Þrír mánuðir. En það hefur svo sem ekkert mikið gerst síðan síðast. Við fórum til Íslands, ég spilaði á tónleikum í Hallgrímskirkju sem tókust voða vel og voru vel sóttir. Við giftum okkur og það heppnaðist betur en við þorðum að vona. Fórum með nokkra Svía í ferðalag um landið og þeir áttu ekki orð og eru enn brosandi út að Eyrasundi. Við fórum aftur út, fluttum til Stokkhólms, byrjuðum að vinna og eigum nú allt í einu peninga sem við erum voða dugleg að eyða.
Þannig að þið sjáið að það hefur svo sem ekki verið ástæða til að blogga miðað við þessa gúrkutíð.

Best af öllu finnst mér að kalla Hrafnhildi konuna mína. Ennþá betra að kalla hana eiginkonuna mína. Henni gengur voða vel í vinnunni. Og að taka lestina fram og til baka á hverjum degi er ekki eins mikið mál og hún hélt.

Skrámur er búinn að taka flutningana í sátt. Hann var ekki par hrifinn til að byrja með en ég er búinn að komast að því að það tekur hann tvo sólarhringa að sætta sig við breyttar aðstæður.

Við erum himinlifandi yfir því hvað brúðkaupið tókst vel og þökkum við öllum þeim sem hjálpuðu okkur við þetta og gaman að heyra hvað fólk var ánægt og skemmti sér vel. Það má sjá nokkrar myndir af okkur á heimasíðu Jóhannes Long: www.ljosmyndarinn.is undir liðnum brúðkaup.

Maaaar bloggar meira seinna. Á morgun skal ég segja frá vinnunni.

Engin ummæli: