þriðjudagur, október 19, 2004

Irribirri.
Það er búið að vera frekar kalt eða almennt leiðinlegt veður. Það er ennþá kaldara hérna en í Gautaborg, kuldinn smýgur meira inn í gegnum fötin, en það er ekki eins mikið rok hér miðað við Gbg eða heima.
Ég var að lesa svo leiðinlega bók um hljómsveitarstjórnun. Hún er ógeðslega þykk og maður er svo lengi að lesa hverja blaðsíðu því að það er svo mikill texti á hverri síðu. Svo er hún skrifuð á svo háfleygri (eða ...fleygaðri) ensku. Höfundurinn notar orð eins og "meticulously" og "extraneous" og svo eru hver einasta málsgrein full af aukasetningum. Hérna er eitt dæmi:
"Moreover, early, exaggerated crescendos-especially if they are habitual and occur at every possible instance-distort the form and continuity of the music (most likely unbeknownst to the casual uninformed listener); and if done to excess, as is usually the case with such self-indulgent 'interpretations,' they tend to become repetitously tiresome, and the constant exaggerated and overdrawn effects eventually cancel each other out."
Mér var svo oft hugsað til Sir Humphrey í hinum frábæru þáttum Já ráðherra. Mér var líka kennt strax í grunnskólanum að maður á ekki að hafa of langar málsgreinar. Það verður svo leiðinlegt að lesa þær og erfitt að fylgjast með.
Fyrir utan þetta þá er höfundurinn svo langorður. Fyrstu tuttugu blaðsíðurnar hefði ég getað sagt með þremur línum. Ég er sammála honum í stórum dráttum en hann gengur svo langt. Ég las ca. hundrað blaðsíður áður en ég gafst upp.
Nú er ég að lesa margfalt betri bók um hljóðfærafræði, týpísk bandarísk kennslubók sem er svo auðvelt að lesa og er alls ekki að teygja lopann.
Í dag koma sófarnir sem við pöntuðum fyrir ca. 5 vikum og þá verður íbúðin loksins komin í stand, svo gott sem.

Engin ummæli: