mánudagur, júlí 05, 2004

Við erum búin að finna pössun fyrir Skrám. Ein gömul kona sem býr í blokkinni vill endilega passa hann. Hún er mikill dýravinur og ætlar að taka hann með sér í sumarhúsið sitt sem liggur við Vänern (stóra vatnið hér í Svíþjóð). Honum á eftir að líða svooo vel.

Nú er ég að hlusta á mjög góðan þátt hennar Indru á Rás 1 um Charles Ives. Hann verður endurtekinn á fimmtudagskvöld fyrir þá sem misstu af og svo held ég að þetta sé sería sem verður á hverjum mánudegi kl. 16.15 og fjallar um tónskáld í Bandaríkjunum (eða BNA eins og farið er að skrifa).

Nú erum við farin að hegða okkur eins og túristar hér í Gautaborg. Um dagin fórum við í "Pödduna" sem er bátur fyrir túrista. Í dag fórum við í bátasafnið sem eru nokkur skip og bátar sem maður fær að skoða. Það var mjög gaman að "skríða" um í kafbátinum en svo vorum við með mjög leiðinlegan leiðsögumann sem var mjög þvoglumæltur, sagði frekar lítið, talaði lágt og beið ekki eftir að allir voru komnir til að hlusta á hann. Svo ætluðum við í "Varalitinn" sem er háhýsi hér í borg til að fá okkur kaffihressingu og njóta útsýnisins en það var nýbúið að loka kaffihúsinu. Þá tókum við eftir nýju hverfi við höfnina sem sennilega hefur verið hannað og byggt fyrir 10 til 15 árum og átti að vera voða nýtískulegt og smart en er eitthvað hálf mis. Við vissum alla vega ekkert af þessu. Þarna voru svo nokkrir bátar með veitingastöðum sem voru ekkert spes nema einn kínverskur sem var mjög flottur að utan alla vega.

Kem bráðum heim.

Engin ummæli: