Ég var á tónleikum með karlakórnum Chanticleer frá San Fransisco og þvílíkt og annað eins. Þetta er einhverjir bestu tónleikar sem ég hef upplifað. Þeir eru 12 og syngja blandað (eins og Kings Singers nema hvað að þeir eru fleiri) og þeir sungu svo vel, tandurhreint og músíkalskt. Þá sárasjaldan að eitthvað var mögulega falskt þá heyrði maður það undir eins því allt annað var svo vel intónerað. Svo var svo gaman að þeir sungu án stjórnanda og fylgdust mjög vel hver með öðrum, skiptust á að gefa tóninn og að kynna prógrammið sem var ekki af verri endanum, allt frá endurreisnartónlist, hárómantík, nútímastykki og barbershop. Þeir tóku meðal annars Duke Ellington lag sem Komedian harmonist sungu og gerðu það mun betur en orginalið.
Hafi einhver möguleika á að heyra í þeim nokkurs staðar mæli ég eindregið með þeim. Þeir eru frábærir á tónleikum. Það eina sem ég hef út á þá að setja var að á stundum var þetta einum of fullkomið, aðallega hvernig þeir kóreógraferuðu uppstillingarnar. Meiri upplýsingar um kórinn á heimasíðu þeirra www.chanticleer.org
Ég var að ljúka við að semja brúðarmarsinn fyrir Hrafnhildi og er bara nokkuð ánægður með það stykki. Þegar ég var búinn að fá hugmyndina að verkinu þá var bara að púsla því saman. Það er eins og það hafi verið tilbúið og bara verið mitt að nálgast það. Ég ætlaði að hafa það í H-dúr (fyrir Hrafnhildi) en þegar ég raulaði það þá lenti ég alltaf í B-dúr. Svo þegar ég var búinn þá sá ég að ég hafði samið það í gamalli kirkjutóntegund (B-mixólýdísk) án þess að það hafið verið meiningin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli