Gleðilega þjóðhátíð elsku Íslendingar.
Suma daga finnst manni maður ekki geta neitt; skilur ekki af hverju maður er að standa í þessu tónlistarstandi. Er ekki bara best að fara að vinna á MacDonalds. Og aðra daga finnst manni eins og maður sé ósigrandi. Þessa dagana á síðari kosturinn við. Ég hringdi í Nynäshamn og spurði meira um starfið til að fá á hreint hvernig vinnuvikan gæti litið út. Það var sóknarnefndarfundur kvöldið áður þar sem formlega var samþykkt að bjóða mér vinnuna. Ég lét vita að hinir hefðu líka boðið mér vinnuna og þá smurði hún ofan á launin að fyrra bragði. Það var ágætt því ég kunni ekki við að fara fram á það fyrst ég hafði sett fram launakröfu sem var samþykkt. Ég pældi aðeins í þessu, las mér til um staðinn og hringdi svo eftir hádegi til að segja já. Svo hringdi ég í hinn staðinn (Trångsund) og afþakkaði starfið en lét vita að það var erfitt að velja. Sóknarpresturinn þar er rosalega almennileg og ábyggilega gaman að vinna með henni en hún verður reyndar bara að leysa af fram að áramótum.
Nú er heilinn á mér á fullu við að skipuleggja starfsárið, hvenær væri gott að hafa tónleika og hvað ætti að gera með kórnum. Jafnvel að setja af stað ungmennakór. En samt verður maður að hafa tíma til að æfa sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli