fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Styrktartónleikar

Styrktartónleikar Ragnar Emils verða haldnir í sal Flensborgarskólans þann 22. nóvember kl 17. Ragnar Emil er 18 mánaða gamall Hafnfirðingur sem greindist ungur með SMA 1, sem er tauga- og vöðvarýrnunarsjúkdómur. Þar sem að þetta er mjög alvarlegur sjúkdómur þarfnast fjölskylda Ragnars mikills stuðnings.
Fram koma Flensborgarkórinn, Kór Flensborgarskólans, Hljómeyki, Söngsveitin Fílharmónía, Kór Öldutúnsskóla, Kvennakór Öldutúnsskóla og Karlakórinn Þrestir.
Miðaverð: 2000 kr.
Forsala miða í Súfistanum Hafnarfirði og Súfistanum Reykjavík (IÐU-húsinu)

Ef fólk kemst ekki á tónleikana er því velkomið að leggja inn á söfnunarreikninginn
Rn 1158-26-1084
Kt.271084-2509

Engin ummæli: