föstudagur, nóvember 14, 2008

JÓNSKVÖLD í Iðnó

Þriðjudaginn 18. nóvember 2008 kl. 20.00
Til heiðurs Jóni Ásgeirssyni, áttræðum!


Ótrúlegt en satt; flutt verða sjö lög eftir hann sem aldrei hafa heyrst opinberlega og að auki nokkur af hans ógleymanlegu lögum og útsetningum. Einnig gefst tónleikagestum færi á að taka undir í frábærum keðjusöngvum hans. Á efnisskrá eru útsetningar og kórlög eftir Jón Ásgeirsson,
m.a. verða frumflutt 3 lög hans við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur.
Heiðursgestir verða Jón Ásgeirsson og Vilborg Dagbjartsdóttir.
Aðgangseyrir kr. 1.500, stúdentar við Háskóla Íslands: kr. 500.-
Kaffihúsastemning við kertaljós og kórsöng!
Flytjendur:
Kvennakór við Háskóla Íslands, stjórnandi Margrét Bóasdóttir, Píanó Sólveig Anna Jónsdóttir.
Hljómeyki, stjórnandi Magnús Ragnarsson.

Engin ummæli: