mánudagur, apríl 28, 2008
Hljómeyki verður með magnaða tónleika á fimmtudaginn kemur sem er bæði verkalýðsdagurinn og uppstigningardagur. Við byrjum á að syngja um vorið og náttúruna, förum svo aðeins í dramatískari sálma og endum á nokkrum kórverkum tileinkuð Maríu mey. Við frumflytjum meðal annars verk eftir Hildigunni Rúnars, samið alveg sérstaklega fyrir kórinn.
Tónleikarnir eru kl. 20.00 í Seltjarnarneskirkju og miðaverð er 1500 kr.
Þessir tónleikar eru liður í undirbúningi fyrir kórakeppnina í Tours í Frakklandi í lok maí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með afmælið og gangi ykkur vel á tónleikum :)
Takk takk
Áttu afmæli? Til hamingju :)
Hææ! Takk fyrir síðast! Þetta var frábær ferð í alla staði og þú stóðst þig alveg eins og hetja. Held ég geti talað fyrir flesta þegar ég segi að meðan maður stóð þarna á pallinum (í þessum glæææææsilega sal) og horfði á þig með þvílíkri innlifun þá fylltist hjarta manns af stolti :)
Hlakka til í haust!! :)
ps. Til hamingju með afmælið.. um daginn :) Vona þú hafir átt yndislegan dag og þið fjölskyldan geta gert eitthvað fallegt saman.
Skrifa ummæli