miðvikudagur, júní 06, 2007

Þá er maður á fullu að æfa fyrir Carmen sem verður á morgun, það er alveg uppselt þannig að þetta er ekki plögg en hægt verður að hlusta á þetta í útvarpinu. Það er alltaf sama vandamálið með þetta hús, það berst eiginlega ekkert fram. Hljómeyki er á fullum krafti nánast allan tímann en það er óttalega dempaður hljómur. Hlakka til að vinna í nýja húsinu og vona svo innilega að það verði vel heppnað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ó jaaaaá! plís...

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel í kvöld. Vona að allt gangi að óskum :-)