föstudagur, mars 30, 2007

Ég var alveg búinn að gíra mig upp í að rífast við Leikskóla Reykjavíkur út af leikskólaplássi fyrir Ísak. Dagmamman hans ætlar að skipta um starf 1 júní og við sáum fram á að ef hann kæmist ekki inn fyrir haustið þyrftum við að bíða heilt ár í viðbót. Okkur var sagt að það þýddi ekkert annað en að vera nógu harður og rífast við þá sem hafa eitthvað um þetta að segja. En um það leyti sem ég var að fara út í Miðgarð fengum við bréf um að hann væri kominn inn á Laufskála sem er bara rétt hjá okkur. Ég var ekki lengi að hringja þangað og staðfesta boðið en veit þó ekki hvenær hann fær að byrja. Við erum svo sem ekkert í vandræðum í sumar. þetta er alla vega mikill léttir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Borgin sér um sína :-)

Maggi sagði...

Þú meinar eftir að Sjálfstæðismenn tóku við henni.