laugardagur, mars 24, 2007

Þetta eru samtök sem ég væri til í að ganga í.

Ég var með hljómsveitaræfingu í morgun fyrir Schubert messuna. Gekk þrusuvel þrátt fyrir nokkur veikindi. Það vantaði þrjá hljóðfæraleikara og alla einsöngvarana. Jónas var reyndar sá eini sem gat mætt en ég sagði honum bara að vera heima. Ég söng bara í staðinn fyrir þau. Hljóðfæraleikararnir voru líka svo hrifnir af verkinu. Ekki missa af þessu! Tónleikar eftir rúma viku.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Þetta er svoooo danskt. Ég ætti kannski að ganga í þessi samtök og hætta í kjölfarið að mæta í hljómfræði af því að hún er kl. 8:30 á morgnana.
Ég spái því að B samfélag verði stofnað hér innan tíðar, kannski úr rústum Kristjaníu.

Maggi sagði...

Mér gekk einmitt ekki vel í Tónheyrn 3 hjá Guðmundi Hafsteinssyni enda var það klukkan 8.30 á morgnana.

Hildigunnur sagði...

þessi linkur sló þvílíkt í gegn á ircrásinni í gær :-D

Nafnlaus sagði...

Sammála.
Sagði Krunka kl. 23:30.

Þóra sagði...

Nýtt blogg hefur verið stofnað. tonskald.wordpress.com. Vertu velkomin á nýja heimilið :-)

kv
Þóra Marteins