Nú erum við sjálf flutt inn. Sváfum í fyrsta skipti þarna í nótt. Það var bara góð tilfinning. Ísak hélt reyndar fyrir okkur vöku með alveg ágætis öskurkasti. Hann hefur tekið eitt slíkt undanfarna viku en það færist alltaf fram um korter með hverri nótt. Ég hef sofið hans megin og stungið upp í hann snuðinu og gert það fram til klukkan hálf fjögur en þá fær hann að drekka og svo aftur um klukkan sjö. Við höfum passað okkur á því að taka hann ekki upp eða horfa í augun á honum og það hjálpaði til að byrja með en nú verða þessi öskurköst alltaf lengri.
Við erum búin að fá alveg fullt af aðstoð og stundum veltir maður því fyrir sér hvernig þetta hefði gengið ef hennar hefði ekki notið við. En svo mundum við að við erum búin að flytja þrisvar áður og sáum um það svo gott sem ein. Við fengum hjálp við sjálfan flutninginn en við komum okkur sjálf fyrir. Munurinn núna er að við erum með Ísak og það þarf oftast einhver að sinna honum. Stundum getur hann reyndar legið á gólfinu lengi og dundað sér og svo sefur hann auðvitað í vagninum.
Það ríkir einhver símabölvun yfir okkur því við fáum ekki síma- og nettengingu fyrr en eftir tvær vikur... vonandi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með þetta og vonandi venst Ísak fljótt nýja umhverfinu, angatítlan.
Það er skammarlegt að ég skuli þurfa að ímynda mér hvernig íbúðin lítur út! Myndir strax takk!!! Eða bíddu... kannski ég gæti bara staðið upp af mínum feita rassi og komið í heimsókn :). Mér líst betur á það! Til hamingju með íbúðina!!!!
Skrifa ummæli