Þá erum við loks sameinuð á ný fjölskyldan.
Skrámur kom til okkar í gærkvöldi og kann bara ágætlega við sig. Ísak er mjög hrifinn af honum og fylgist náið með og hlær þegar hann klifrar upp hillurnar. Skrámur er hins vegar ekkert áhugasamur um Ísak. Hann fór aðeins út á pall og var með varann á sér allann tímann. Við erum búin að setja á hann ól og ætlum að leyfa honum að fara inn og út að vild eftir rúma viku.
Nú eru þrír nemendur mínir að fara í grunnpróf. Það er sem sagt búið að leggja niður stigsprófin og í stað 8 stigsprófa þá fara tónlistarnemendur bara í þrjú áfangapróf. Sú fyrsta er búin og hún stóð sig rosalega vel. Ég var mjög stoltur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli