þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Allt að smella saman

Húsvörðurinn kom um daginn og reddaði okkur geymslu, loksins. Það eru búnir að vera kassar út um allt því það vantar náttúrlega líka hyllur í skápana. Svo kom rafvirkinn og ætlar laga veggina þannig að það verði hægt að setja loftljós. Ég skil ekki enn hvernig hægt er að veggfóðra yfir rafmagnsúttak. Píparinn kom í morgun og gerði við blöndunartækið inni á baði þannig að það frussast ekki vatn út um allt þegar maður lætur renna í bað. Síminn verður loksins tengdur hjá okkur á fimmtudaginn eftir sex vikna bið og Ingibjörg ætlar að taka yfir saminginn okkar í byrjun september. Ég ætla sko aldeilis að láta þá finna fyrir því og krefjast bóta fyrir útlagðan kostnað og láta þá endurgreiða okkur internetáskriftina fyrir þann tíma sem við vorum símalaus. Ég hringdi í fyrrum bíleigandann sem ætlar að selja mér vetrardekk og sagði mér svo að setja strokleður í útvarpið og nú virkar það bara svona líka vel. Ég er mjög forvitinn að hitta þetta fólk. Ég skil ekki hvernig er hægt að fara svona með einn bíl. Ég tékkaði á olíunni í morgun og sá að það þurfti að bæta á en sem ég var að loka sá ég einhvern brúsa sem lá við hliðinni á vélinni og reyndist það vera olíubrúsi með töluvert af olíu í. MÁ ÞETTA? Er þetta ekkert hættulegt? Það virðist líka vera búið að laga Skrám því síðustu tvö skiptin sem hann hefur verið í pössun hefur hann fundið sig strax á nýja staðnum og þegar hann kemur aftur heim. Hann hefur verið hjá einni konu í kórnum hjá mér sem sér svo vel um hann og hann er orðinn hluti af fjölskyldunni hennar.

Við vorum annars að koma frá Gotlandi þar sem við vorum í alveg rosalega skemmtilegu brúðkaupi. Við þekktum ansi fáa og svo þurfti endilega að blanda fólki sem mest þannig að við hjónin fengum ekki að sitja saman. En við skemmtum okkur alveg konunglega og hlógum stundum svo mikið að það verkjaði í kjálkana. Ég get hiklaust mælt með Gotlandi því þar er mjög fallegt og Gotlendingar eru mjög skemmtilegir.

Tónlistarhópurinn Katla hélt tónleika í kirkjunni á fimmtudaginn var sem heppnuðust þrusuvel og fólk var mjög ánægt. Það er nú heldur ekki leiðinlegt að æfa með þessum stelpum (Ingibjörgu og Svövu) og þegar ég keyrði heim eftir eina æfinguna þá hlustaði ég á stand-up með Seinfeld en var gjörsamlega úthleginn og með harðsperrur í magavöðvunum.

Halldór og Dísa fóru heim þar síðustu helgi og það var mjög gaman að hafa þau. Það var reyndar synd hvað við þurftum að vinna mikið og vorum ekki búin að koma okkur almennilega fyrir í íbúðinni auk þess sem við þurftum að eyða töluverðum tíma í símanum til að nöldra yfir hlutum sem ekki voru komnir í lag.

Engin ummæli: