Í vestrænum menningarlöndum er frumflutningur stórverka eins og Mattheusarpassíu og Messu í h-moll Bachs letraður stórum stöfum í tónlistarsögu viðkomandi þjóða en það kom í hlut Pólýfónkórsins að frumflytja þau andans stórvirki hér á landi, segir í tilkynningunni.
Pólýfónfélagið réðst í útgáfu h-moll-messu Bachs síðastliðið haust og vakti útgáfan nokkra athygli hér á landi og hefur hlotið einstaklega lofleg ummæli erlendra sérfræðinga. Enginn íslenskur fjölmiðill, að undanskildu Morgunblaðinu, fékkst þó til að vekja athygli á útkomu h-moll-messunnar, sem þó var í sjálfu sér listviðburður á heimsmælikvarða, segir í fréttatilkynningu.
Framlag Pólýfónkórsins til íslenskra tónmennta verður ekki endurtekið en til eru í hljóðritasafni Ríkisútvarpsins mörg af fegurstu tónverkum heimsins í flutningi kórsins. Hvort hægt verður að halda útgáfu á því besta úr því safni áfram er enn óráðið. Öll starfsemi Pólýfónkórsins í 50 ár hefur verið unnin endurgjaldslaust en frekari útgáfa tónverka er óframkvæmanleg án utanaðkomandi styrkja. Alþingi veitti smástyrk á árinu 2007 með loforði um framhald á þessu ári. Síðar var málinu vísað til menntamálaráðuneytisins, sem sendi algjöra synjun. „Þetta brýna menningarmál hefur verið borið undir utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið en engin svör hafa borist,“ segir í fréttatilkynningu.
3 ummæli:
Jamm, en margt af þessu er nú samt alveg satt, sérstaklega þetta fyrsta rauðletraða, hér hafði ekki tíðkast tær kórsöngur heldur þótti voða fínt að vera með sem mest víbrató og ósamstæðar raddir. Ekki veit ég hvernig dómar voru, en í tónlistarlífi landsmanna þótti þetta nú ekki par fínt, söngurinn þótti geldur og líflaus, vantaði alla hreyfingu í tóninn, blablabla. Þegar þau fóru svo á alþjóðleg kóramót var algjör upplifun og raunar uppreisn æru að heyra að svona var sungið út um allan heim.
Seinni hlutinn - ja, einhvern veginn kemur hann mér nú ekki á óvart :D
Mér finnst þetta svo hástemmdar lýsingar að þær verða bara fyndnar. Það vita allir sem vit hafa á tónlist að Pólyfónkórinn og Ingólfur Guðbrandsson unnu mikið og merkt starf. En þegar það er verið að hampa sjálfum sér í þessum mæli og litið svona stórt á sig þá verður þetta bara hlægilegt! Mér finnst líka svo fyndið að blaðamaður skuli ítrekað vera að afsaka sig með settningunni: "segir í fréttatilkynningu."
jámm, einhvern veginn er ég bara gersamlega ekkert hissa :D
Skrifa ummæli