fimmtudagur, september 04, 2008

Enn ein sagan af Ísak

Eins og Hrafnhildur var búin að minnast á í blogginu sínu þá erum við að reyna að fá Ísak til að pissa í klósettið. Nú fær hann límmiða á koppinn sinn ef það kemur eitthvað. Í fyrradag komum við heim og ég spurði hvort hann vildi fá límmiða á koppinn og hann sagði já. Hann sagðist hafa fengið tvo límmiða deginum áður og fór að skoða þá. Svo fóru fram eftirfarandi samræður:
Ísak: Ég fékk tvo límmiða í gær. Það er bara nokkuð gott.
Ég: Viltu pissa í klósettið núna og fá fleiri límmiða?
Ísak: Nei, nei. Þetta er orðið gott!

Engin ummæli: