miðvikudagur, ágúst 20, 2008


Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn plummar sig vel. Hann hefur hlotið nafnið Mahler og ber nafn með rentu enda malar hann um leið og maður nálgast hann. Honum og Ísak semur vel að því leyti að sonur minn má gera hvað sem er við hann og kötturinn mótmælir ekki. Ísak vill helst þramma um alla íbúðina haldandi á kettlingnum eins og sést á myndinni og við erum alveg gáttuð á því að sá síðarnefndi láti bjóða sér þetta. Ísak er svona fantagóður við "litla barnið sitt", heldur þéttingsfast utan um hálsinn á honum og strýkur þannig að feldurinn fer næstum af honum.
Það koma ennþá gullkorn frá þeim tveggja ára. Í morgun var hann að tala um Súpermann af einhverjum ástæðum og ég spurði hvað hann gerði. Ísak svaraði: "Býr til súpu!"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mahler? Kötturinn okkar hét Stravinsky. Gaman að sjá hvað við tónlistarpakkið erum alltaf frumleg :)