föstudagur, júní 20, 2008
Ég er að fara í göngu í kringum Stafafell í Lóni, kem aftur seint á miðvikudaginn og daginn eftir ökum við fjölskyldan á Mývatn til að gista í eina nótt og förum svo í bústað á Egilsstöðum í eina viku. Komum heim til að vera við Hjónavígslu Söndru Sifjar vinkonu Hrafnhildar og svo fer ég í Skálholt á mánudaginn og verð fram á sunnudag. Verð heima í eina og hálfa viku en fer svo til Köben og verðum þar með Indru og Ingólfi í húsi sem þau fengu lánað. Adios!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Vona að veðrið hérna á Egilsstöðum verði orðið aðeins skárra þegar þið komið.
Góða ferð og góða skemmtun :o)
Ætlum líka að skella okkur til Kóngsins Köben, á gamlar heimaslóðir.
Góða ferð og góða skemmtun :D
góða ferð, hittumst í Skálholti, hmm, eina og hálfa viku? Spurning hvort þú nærð einhverju af kórfestivalinu í Köben? Gæti orðið spennandi.
Skrifa ummæli