þriðjudagur, október 02, 2007


Í gær æfðum við með öllum fyrir klezmer-tónleikana í Seltjarnar-neskirkju. Á köflum var þetta alveg æðislegt. Ragnheiður og Haukur kunna sko á þetta fag. Hvet ykkur eindregið til að mæta. Sveiflan er ansi góð og kórinn kemur til með að vera í hörkustuði. Miðar fást með afslætti í gegnum mig.
Svo er nú ekkert leiðinlegt að horfa á þessa manneskju syngja.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vantar ykkur skráveifu?

Nafnlaus sagði...

Sammála. Þetta verður örugglega æði. Mér fannst alla veganna ógeðslega gaman á æfingu í gær. Það er alltaf eins og maður sé að raða síðasta púslinu í spilið til að sjá heildarmyndina þegar allt smellur saman með hljómsveit og einsöngvurum. Skemmtilegast í heimi!

Maggi sagði...

Það hlýtur að vera þörf fyrir þig Hrafnhildur. Ég skal spyrja stjórn kórsins.

Gróa sagði...

Mæli sko hiklaust með þessum tónleikum.
Fór í gær og það var rosalega gaman. Hljómsveitin frábær, Ragga æðisleg og kórinn með því besta sem gerist. Hljómurinn fallegur og lögin fjölbreytt.
Til hamingju Maggi og þið öll :)

Maggi sagði...

Takk takk!