þriðjudagur, september 25, 2007

Ég vildi að ég hefði tekið mynd af organistaskrifstofunni áður en ég tók hana í gegn. Það voru allir að tala um hvað hún var lítil, óvistleg og asnaleg í laginu. Ég endurraðaði húsgögnunum með aðstoð Hafþórs kirkjuvarðar þá virkar hún bara voða vel. Svo eyddi ég þó nokkrum dögum í að sortera nótur, bæði mínar eigin og það sem Kári skildi eftir sig. Ég held að forveri minn í starfi hafi hikstað all verulega þarna fyrir austan þegar ég fór í gegnum nótnabunkana. Ég fann líka ansi mikið af nótum í eigu annara og hef skilað þeim flestum í réttar hendur. Flestir voru voða hissa að fá nóturnar aftur og höfðu sennilega afskrifað þær. Ég henti líka mörgum tugum af ljósritum, það er ekki furða að það vaxi ekki skógur þegar farið er svona illa með pappír. Innan um nóturnar fann ég líka ýmislegt, svo sem litprentaðann lofgjörðarbækling um Hörð Áskelsson, kvittanir, sálmaskrár, útprentuð tölvupóstsamskipti tveggja organista (ansi svæsið rifrildi) og launamiða Einars Clausen.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAAHAHA :D

maður hefur stundum lent í því að vera sendur upp og átt að FINNA eitthvað þarna inni ;)

Nafnlaus sagði...

tek undir með litlusystur:

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA :D

Honum líkt, líka, að skilja þetta bara svona eftir...