Það er ekkert smá gaman að vinna með Hljómeyki núna. Erum að æfa Vakna þú sál mín eftir Jón Þórarinsson til að flytja á tónlistardögum Dómkirkjunnar og svo aðalstykki haustsins eftir Rachmaninoff. Ég heyrði þetta verk fyrst á tónleikum í Vasakirkjunni í Gautaborg haustið sem ég flutti þangað. Ég á ennþá prógrammið og hafði merkt við hvaða kaflar eru flottastir. Svo stóð til að flytja þetta í Pro musica, kórnum sem ég söng í, en ég flutti til Stokkhólms áður en kom að því. Svo stóð til að flytja þetta með Mikaeli kórnum sem ég söng í þegar ég bjó þar en ég flutti til Íslands áður en kom að því. Nú erum við búin með tvær æfingar í Hljómeyki og í kvöld náðum við að renna fyrstu sex köflunum af fimmtán. Vel af sér vikið!
Þegar ég kom heim í kvöld fór ég að hlusta á annað draumaverkefni "Raua needmine" eftir Tormis. Það verður vonandi að ári. Þarf að finna eitthvað gott með því. Stefni líka á að flytja Messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin en var að komast að því að Mótettan ætlar að flytja það í vor og Rachmaninoff líka þannig að þetta er orðið doldið hallærislegt. Það lítur út eins og við Hörður séum að kópera hvorn annan sem er alls ekki raunin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
En hafðu ekki áhyggjur af því að Hörður og kompaní fari að flytja Raua Needmine. Það verður seint. Þorgerður byrjaði einu sinni á þessu verki með Hamrahlíðarkórnum en hætti eftir öflug mótmæli nokkurra kórfélaga. Mér fannst það synd. Sá fram á skemmtilegt diabolussóló.
Frank Martin messan fer ekki neitt, tökum hana bara síðar.
Raua needmine er snilld og Virmalised líka, ég væri til í að taka það með. Efast stórlega um að það komi nokkur mótmæli í okkar kór :>
Mér fannst reyndar ekkert sérstaklega gaman að æfa Tormis á sínum tíma, ég var svo upptekinn af tungumálinu að ég áttaði mig ekki á verkinu fyrr en á fyrstu tónleikunum. Svo kom mér mest á óvart að Hrafnhildur skildi vera svona hrifin af því. Ég hélt að þetta væri svona verk sem væri skemmtilegra að flytja en að hlusta á.
Viltu ekki bara fara að læra sólóið utanað Þorbjörn. Við flytjum þetta vonandi að ári.
pant vera með! bæði í raua og martin.. þeas ef ég má :D
Ég á einhversstaðar í mínum ranni nótur með útsetningum Tormis á eistneskum þjóðlögum. Og svo á ég víst líka einhversstaðar tvöfaldan disk sem heitir forgotten peoples, með nokkrum flokkum af þessum þjóðlögum. Þetta passar allt ágætlega með raua.
Ég gæti eflaust komið þessu einhvernveginn suður til ykkar.
Og tvöfalda messan hans Martin er "lagið okkar Helgu"...
Láttu mig bara fá þetta þegar ég kem austur um helgina.
Auðvitað máttu syngja með Hallveig.
Skrifa ummæli