Þá er þessi tónleikatörn búin.
Þessir klezmertónleikar heppnuðust alveg ótrúlega vel. Það var alveg fullt húsí dag og ansi vel mætt í gær. Þeir sem mættu í gær urðu svo hrifnir því þetta kom svo skemmtilega á óvart. Í dag fann maður að margir höfðu komið af afspurn og vissu því við hverju var að búast en stemmningin var engu að síður góð.
Þetta small allt saman á tónleikunum. Kórinn var alveg í hörkustuði og hljómsveitin fann sig endanlega í gær, enda ekki allir vanir að spila svona tónlist. Svo voru nokkrir gyðingar sem voru svo þakklátir að menning þeirra skyldi vera haldið á lofti. Það voru nokkrir kórfélagar sem töluðu um ýmsa áheyrendur sem hreyfðu varirnar með í flestum lögum. Nú tekur við aðventuprógrammið og Brahms. Það verður nú ekki leiðinlegt!
föstudagur, október 05, 2007
Mágur minn með sýningu
Í dag kl. 17 verður opnuð sýning á teikningum eftir Ingólf Arnarsson í Kubbnum, sýningarsal Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91. Hljómsveitin Stilluppsteypa spilar frumsamið efni við opnunina. Ingólfur Arnarsson hefur sýnt verk sín víða; í sýningarsölum hérlendis sem erlendis. Hann gegndi prófessorsstöðu við Listaháskóla Íslands 2000–2007, og hefur kennt velflestum myndlistarmönnum okkar af af yngri kynslóðum. Sýningin er opin á skólatíma til 12. okt, og 13. okt. frá 14-16 er hún liður í Sequences hátíðinni.
þriðjudagur, október 02, 2007

Í gær æfðum við með öllum fyrir klezmer-tónleikana í Seltjarnar-neskirkju. Á köflum var þetta alveg æðislegt. Ragnheiður og Haukur kunna sko á þetta fag. Hvet ykkur eindregið til að mæta. Sveiflan er ansi góð og kórinn kemur til með að vera í hörkustuði. Miðar fást með afslætti í gegnum mig.
Svo er nú ekkert leiðinlegt að horfa á þessa manneskju syngja.
föstudagur, september 28, 2007
Þessi er ansi góður
Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
þriðjudagur, september 25, 2007
Ég vildi að ég hefði tekið mynd af organistaskrifstofunni áður en ég tók hana í gegn. Það voru allir að tala um hvað hún var lítil, óvistleg og asnaleg í laginu. Ég endurraðaði húsgögnunum með aðstoð Hafþórs kirkjuvarðar þá virkar hún bara voða vel. Svo eyddi ég þó nokkrum dögum í að sortera nótur, bæði mínar eigin og það sem Kári skildi eftir sig. Ég held að forveri minn í starfi hafi hikstað all verulega þarna fyrir austan þegar ég fór í gegnum nótnabunkana. Ég fann líka ansi mikið af nótum í eigu annara og hef skilað þeim flestum í réttar hendur. Flestir voru voða hissa að fá nóturnar aftur og höfðu sennilega afskrifað þær. Ég henti líka mörgum tugum af ljósritum, það er ekki furða að það vaxi ekki skógur þegar farið er svona illa með pappír. Innan um nóturnar fann ég líka ýmislegt, svo sem litprentaðann lofgjörðarbækling um Hörð Áskelsson, kvittanir, sálmaskrár, útprentuð tölvupóstsamskipti tveggja organista (ansi svæsið rifrildi) og launamiða Einars Clausen.
mánudagur, september 24, 2007
Það er ekkert smá gaman að vinna með Hljómeyki núna. Erum að æfa Vakna þú sál mín eftir Jón Þórarinsson til að flytja á tónlistardögum Dómkirkjunnar og svo aðalstykki haustsins eftir Rachmaninoff. Ég heyrði þetta verk fyrst á tónleikum í Vasakirkjunni í Gautaborg haustið sem ég flutti þangað. Ég á ennþá prógrammið og hafði merkt við hvaða kaflar eru flottastir. Svo stóð til að flytja þetta í Pro musica, kórnum sem ég söng í, en ég flutti til Stokkhólms áður en kom að því. Svo stóð til að flytja þetta með Mikaeli kórnum sem ég söng í þegar ég bjó þar en ég flutti til Íslands áður en kom að því. Nú erum við búin með tvær æfingar í Hljómeyki og í kvöld náðum við að renna fyrstu sex köflunum af fimmtán. Vel af sér vikið!
Þegar ég kom heim í kvöld fór ég að hlusta á annað draumaverkefni "Raua needmine" eftir Tormis. Það verður vonandi að ári. Þarf að finna eitthvað gott með því. Stefni líka á að flytja Messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin en var að komast að því að Mótettan ætlar að flytja það í vor og Rachmaninoff líka þannig að þetta er orðið doldið hallærislegt. Það lítur út eins og við Hörður séum að kópera hvorn annan sem er alls ekki raunin.
Þegar ég kom heim í kvöld fór ég að hlusta á annað draumaverkefni "Raua needmine" eftir Tormis. Það verður vonandi að ári. Þarf að finna eitthvað gott með því. Stefni líka á að flytja Messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin en var að komast að því að Mótettan ætlar að flytja það í vor og Rachmaninoff líka þannig að þetta er orðið doldið hallærislegt. Það lítur út eins og við Hörður séum að kópera hvorn annan sem er alls ekki raunin.
miðvikudagur, september 19, 2007
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Takið nú fram dagatalið og merkið inn mikilvægar tónleikadagsetningar fyrir haustið.
Helgina 6 og 7 október kl. 17.00 flytur Fílharmónían klezmer tónlist í Seltjarnarneskirkju ásamt Hauki Gröndal og nýstofnuðu bandi hans og Ragnheiði systur hans.
Laugardaginn 3 nóvember syngur Hljómeyki Vakna þú sál mín eftir Jón Þórarinsson á tónleikum í Dómkirkjunni í tilefni af níræðis afmæli tónskáldsins. Kór Langholtskirkju og Dómkórinn flytja einnig kórverk eftir Jón og Marteinn leikur á orgelið.

Sunnudaginn 11 nóvember kl. 18 í Seltjarnarneskirkju flytur Hljómeyki hið frábæra Vesper eftir Rachmaninoff
Sunnudaginn 9 og miðvikudaginn 12 desember stendur Fílharmónían fyrir aðventutónleikum kl. 20 í Langholtskirkju. Þeir verða með svipuðu sniði og í fyrra enda heppnuðust þeir alveg einstaklega vel. Nanna María Cortes syngur með sinni silkimjúku rödd og Steingrímur orgelsnillingur spilar með.
Föstudaginn 28 desember verður Hljómeyki með jólatónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20.
Það verður pottþétt flott tónlist í mjög góðum flutningi.
Fimmtudaginn 13 mars kl. 19.30 flytur Fílharmónían Þýsku sálumessuna eftir Brahms ásamt Sinfóníunni.
Svo koma dagsetningar fyrir kór Áskirkju bráðum.
Helgina 6 og 7 október kl. 17.00 flytur Fílharmónían klezmer tónlist í Seltjarnarneskirkju ásamt Hauki Gröndal og nýstofnuðu bandi hans og Ragnheiði systur hans.
Laugardaginn 3 nóvember syngur Hljómeyki Vakna þú sál mín eftir Jón Þórarinsson á tónleikum í Dómkirkjunni í tilefni af níræðis afmæli tónskáldsins. Kór Langholtskirkju og Dómkórinn flytja einnig kórverk eftir Jón og Marteinn leikur á orgelið.

Sunnudaginn 11 nóvember kl. 18 í Seltjarnarneskirkju flytur Hljómeyki hið frábæra Vesper eftir Rachmaninoff
Sunnudaginn 9 og miðvikudaginn 12 desember stendur Fílharmónían fyrir aðventutónleikum kl. 20 í Langholtskirkju. Þeir verða með svipuðu sniði og í fyrra enda heppnuðust þeir alveg einstaklega vel. Nanna María Cortes syngur með sinni silkimjúku rödd og Steingrímur orgelsnillingur spilar með.
Föstudaginn 28 desember verður Hljómeyki með jólatónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20.
Það verður pottþétt flott tónlist í mjög góðum flutningi.
Fimmtudaginn 13 mars kl. 19.30 flytur Fílharmónían Þýsku sálumessuna eftir Brahms ásamt Sinfóníunni.
Svo koma dagsetningar fyrir kór Áskirkju bráðum.
laugardagur, ágúst 18, 2007
ÚBS!
Ég fann eftirfarandi á bloggsíðu Ólafs Kjartans:
"Ég gerði mér það að leik að “gúgla” sjálfan mig til þess að athuga hvort eitthvað væri að finna um tónleikana. Það eina sem ég fann af viti var af bloggsíðu kórstjóra Hljómeykis, en þar segir um óperutónleika sem haldnir voru á Klambratúni í fyrra:
"Ég gerði mér það að leik að “gúgla” sjálfan mig til þess að athuga hvort eitthvað væri að finna um tónleikana. Það eina sem ég fann af viti var af bloggsíðu kórstjóra Hljómeykis, en þar segir um óperutónleika sem haldnir voru á Klambratúni í fyrra:
“Það var bara voða gaman á óperutónleikunum á Klambratúni í gær, skemmtileg stemmning og gaman að svona sé hægt að gera á Íslandi. Að vísu var hljóðið ekki upp á sitt besta og aríurnar komu misvel út. Svo er ég orðinn ansi þreyttur á því þegar óperusöngvarar ákveða að sprella eitthvað á sviðinu eins og Kristinn og Ólafur Kjartan gerðu í lokin. Það er alltaf boða barnalegur húmor og fer bara í taugarnar á mér.”
Ef ég bara myndi hvað í ósköpunum við Kristinn gerðum af okkur þarna um árið. Verð að spyrja karlinn betur út í þetta :-)"
Pirraður!
Ég er eitthvað illa fyrir kallaður í dag og læt ýmis smáatriði fara í taugarnar á mér. Ég held það sé vegna þess að ég hef voða lítið getað hreyft mig í vikunni verandi fastur heima með Hr. Hlaupabólu og svo svaf ég svo illa í nótt þar sem hann var alltaf að vakna greyið kúturinn. Ég fór með Fílharmóníuna í dag til að koma fram á Söngveislu Söngskólans og það heppnaðist mjög vel því það var mikið af fólki og veðrið var svo gott og góð stemmning og þetta gekk allt svo vel fyrir sig. Svo var ég beðinn um að hoppa inn í Kammerkór Langholtskirkju sem ég og gerði og söng með þeim nokkur lög, þar af tvö sem ég kunni tæplega. Þegar þetta var svo búið hafði enginn vit á að þakka mér fyrir þetta nema Sibbí. Þetta fór alveg ferlega fyrir brjóstið á mér, sérstaklega af því að þetta var ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir.
Svo bentu nokkrir Fílufélagar á að hvergi var minnst á í fréttatilkynningum að Fílharmónían myndi koma fram. Í einni voru meira að segja allir kórarnir taldir upp og stjórnendur þeirra nema ég og Fílan. Í dag fór þetta alveg ferlega í taugarnar á mér enda kom ég þessari athugasemd á framfæri við skipuleggjendur. Ég er reyndar á þvi núna að þetta sé slys og að það hafi óvart klippst aftan af tilkynningunnni.
Svo þegar ég kom heim var Hrafnhildur svo pirruð á Ísak sem hafði verið alveg sérstaklega önugur og sérvitur. Hann fór t.a.m. alveg að hágráta því hún hafði ekki sett rúsínurnar í rétta skál. Við ákváðum að í stað þess að við værum öll heima í kvöld að pirrast hvort á öðru þá myndi hún fara niður í bæ með fjölskyldunni og ég gæti fengið útrás á blogginu.
Svo bentu nokkrir Fílufélagar á að hvergi var minnst á í fréttatilkynningum að Fílharmónían myndi koma fram. Í einni voru meira að segja allir kórarnir taldir upp og stjórnendur þeirra nema ég og Fílan. Í dag fór þetta alveg ferlega í taugarnar á mér enda kom ég þessari athugasemd á framfæri við skipuleggjendur. Ég er reyndar á þvi núna að þetta sé slys og að það hafi óvart klippst aftan af tilkynningunnni.
Svo þegar ég kom heim var Hrafnhildur svo pirruð á Ísak sem hafði verið alveg sérstaklega önugur og sérvitur. Hann fór t.a.m. alveg að hágráta því hún hafði ekki sett rúsínurnar í rétta skál. Við ákváðum að í stað þess að við værum öll heima í kvöld að pirrast hvort á öðru þá myndi hún fara niður í bæ með fjölskyldunni og ég gæti fengið útrás á blogginu.
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Maður heldur alltaf að það sé eiginlega enginn sem lesi þessi blogg nema þeir sem kommenta og nánasta fjölskylda. Ég var hins vegar að skrá mig á síðu sem heitir Google analytics þar sem hægt er að fylgjast með því hversu margir skoða bloggsíðuna og hægt að fá alveg ótrúlega margar upplýsingar um heimsóknirnar, af hvaða síðu fólk kemur, tengingarhraðann, vafrann, frá hvaða landi, hversu lengi dvalið er á síðunni, í hvaða tilvikum kom síðan mín upp þegar slegið var upp leitarorði og hvaða orð það var, t.d. Voces masculorum, h-moll messan, dýralæknir í Stokkhólmi og forskalað! Þetta eru væntanlega orð sem ég hef notað í þessu bloggi einhvern tímann. Ég veit að þetta er alveg ótrúlega nördalegt en mér finnst dálítið áhugavert að skoða þetta og kom verulega á óvart hversu margir skoða þetta röfl mitt.
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Ó nei!
Ísak er kominn með hlaupabólu. Jökull frændi hans var með alveg svakalegar bólur hér um daginn sem eru að hverfa núna. Ég held það sé alveg mánuður síðan hann fékk þetta og við héldum að Ísak hefði sloppið. Vonandi verður þetta bara vægt tilfelli. Það er samt ágætt að ljúka þessu af og þetta er bara ágætis tími fyrir þetta á meðan hann er svona lítill og við getum verið heima með honum en ekki bundin of mikið í vinnu.
mánudagur, ágúst 13, 2007
Yes!
Ísak er búinn að fá pláss hjá dagmömmu! Við vorum farin að örvænta. Kristjana sem hann var hjá í vetur ákvað að skipta um starf og hætti 1.júní. Það var mikil eftirsjá af henni en þá var Ísak samt búinn að fá inni á leikskólanum hér við hliðina. Svo vantar starfsfólk þannig að við vitum ekki hvenær hann fær að byrja. Við erum búin að vera í svo góðu sumarfríi að það hefur ekki verið neitt mál að hafa hann heima og þetta reddast alveg út mánuðinn en svo fór maður að heyra fréttir af því að krakkar kæmust jafnvel ekki inn fyrr en um jólin. Það fannst okkur nú ekki mjög ánægjulega fréttir. En það ætlar ein að taka hann að sér frá og með mánudeginum þar til hann kemst inn og við getum farið að sinna okkar vinnu að degi til.
sunnudagur, júlí 15, 2007
Nú er ég loksins kominn heim eftir vikudvöl í Skálholti, ég saknaði fjölskyldunnar alveg svakalega í lokin. Ísak var enda mjög glaður að sjá mig, hafði aðeins spurt um mig við og við. En Hljómeyki var í svaka stuði og söng oft alveg geððððððveikislega vel á tónleikunum í gær fyrir nánast fullri kirkju. Það var alveg mjög góð stemning í hópnum og frábært veður gerði það að verkum að þessi vikudvöl var alveg yndisleg. Það hefði verið gaman að drífa sig út í keppni með þennan hóp. Ég sá líka eftir því að hafa ekki komið með nótur að Rachmaninoff sem við ætlum að flytja í haust. Æfingarnar gengu það vel að það hefði alveg gefist tími til að foræfa það. En mér datt í hug og viðraði þá við Sigga Halldórs að við flyttum það verk næsta sumar í Skálholti ásamt messunni eftir Svein Lúðvík sem átti að flytja núna. Ég talaði um að kannski væri hægt að flytja Vesperið á fimmtudagskvöldinu og svo Svein Lúðvík á laugardegi og svo aftur í messunni á sunnudeginu. Honum þótti þetta mjög góð hugmynd og var einmitt búinn að hugsa um að hafa 19. aldar tónlist
á fimmtudagskvöldum. Verkið er reyndar samið 1915 en það sleppur nú alveg. En það er bara svo gott að fá að flytja svona frábær verk oftar en einu sinni eins og núna þegar við fluttum aftur Óttusöngvana. Flutningurinn verður líka enn betri þegar það líður smá tími á milli.
á fimmtudagskvöldum. Verkið er reyndar samið 1915 en það sleppur nú alveg. En það er bara svo gott að fá að flytja svona frábær verk oftar en einu sinni eins og núna þegar við fluttum aftur Óttusöngvana. Flutningurinn verður líka enn betri þegar það líður smá tími á milli.
mánudagur, júlí 09, 2007
Þeir sem misstu af Óttusöngvunum um daginn skulu drífa sig upp í Skálholt á laugardaginn þar sem Hljómeyki mun flytja þá aftur ásamt fimm öðrum kórverkum eftir Jón Nordal. Og þeir sem misstu ekki af tónleikunum drífa sig auðvitað líka upp eftir þar sem þeir væntanlega þegar hvað þetta er stórbrotið verk. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og það er ábyggilega ókeypis aðgangur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)