fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Maður heldur alltaf að það sé eiginlega enginn sem lesi þessi blogg nema þeir sem kommenta og nánasta fjölskylda. Ég var hins vegar að skrá mig á síðu sem heitir Google analytics þar sem hægt er að fylgjast með því hversu margir skoða bloggsíðuna og hægt að fá alveg ótrúlega margar upplýsingar um heimsóknirnar, af hvaða síðu fólk kemur, tengingarhraðann, vafrann, frá hvaða landi, hversu lengi dvalið er á síðunni, í hvaða tilvikum kom síðan mín upp þegar slegið var upp leitarorði og hvaða orð það var, t.d. Voces masculorum, h-moll messan, dýralæknir í Stokkhólmi og forskalað! Þetta eru væntanlega orð sem ég hef notað í þessu bloggi einhvern tímann. Ég veit að þetta er alveg ótrúlega nördalegt en mér finnst dálítið áhugavert að skoða þetta og kom verulega á óvart hversu margir skoða þetta röfl mitt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er innbyggt í Wordpress, ein af ástæðunum fyrir hvað ég er ánægð þar.

Þorbjörn sagði...

Er ekki bara best að hafa ekki hugmynd um hvort og hver les þetta bull í manni?
Annars fékk ég í fyrrakvöld upphringingu þar sem spurt var hvort vitna mætti í bloggið mitt í ritgerð um menningarstjórnun. Það er í annað skiptið sem það gerist (reyndar var ekki spurt um leyfi í fyrra skiptið).

Maggi sagði...

Það er náttúrlega uppörvandi að fá þannig fyrirspurnir og hvetur mann til að vanda sig, ekki satt?

Unknown sagði...

úúú! Þetta verð ég að prófa!