mánudagur, október 08, 2007

Þá er þessi tónleikatörn búin.
Þessir klezmertónleikar heppnuðust alveg ótrúlega vel. Það var alveg fullt húsí dag og ansi vel mætt í gær. Þeir sem mættu í gær urðu svo hrifnir því þetta kom svo skemmtilega á óvart. Í dag fann maður að margir höfðu komið af afspurn og vissu því við hverju var að búast en stemmningin var engu að síður góð.
Þetta small allt saman á tónleikunum. Kórinn var alveg í hörkustuði og hljómsveitin fann sig endanlega í gær, enda ekki allir vanir að spila svona tónlist. Svo voru nokkrir gyðingar sem voru svo þakklátir að menning þeirra skyldi vera haldið á lofti. Það voru nokkrir kórfélagar sem töluðu um ýmsa áheyrendur sem hreyfðu varirnar með í flestum lögum. Nú tekur við aðventuprógrammið og Brahms. Það verður nú ekki leiðinlegt!

2 ummæli:

Unknown sagði...

Fyrirgefðu að ég kom ekki. Einu ástæður mína voru þynnka og leti.

Syngibjörg sagði...

Takk enn og aftur fyrir frábæra tónleika:O) gangi ykkur vel með það sem koma skal.....