mánudagur, júlí 09, 2007

Þeir sem misstu af Óttusöngvunum um daginn skulu drífa sig upp í Skálholt á laugardaginn þar sem Hljómeyki mun flytja þá aftur ásamt fimm öðrum kórverkum eftir Jón Nordal. Og þeir sem misstu ekki af tónleikunum drífa sig auðvitað líka upp eftir þar sem þeir væntanlega þegar hvað þetta er stórbrotið verk. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og það er ábyggilega ókeypis aðgangur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jamm, ókeypis eins og alltaf á Sumartónleikum í Skálholtskirkju.

Gigglito sagði...

Takk fyrir frábæra tónleika í Skálholtinu í dag - dásemd og dýrð og húrra fyrir þér og ykkur!

Maggi sagði...

Takk takk