föstudagur, október 05, 2007

Mágur minn með sýningu

Í dag kl. 17 verður opnuð sýning á teikningum eftir Ingólf Arnarsson í Kubbnum, sýningarsal Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91. Hljómsveitin Stilluppsteypa spilar frumsamið efni við opnunina. Ingólfur Arnarsson hefur sýnt verk sín víða; í sýningarsölum hérlendis sem erlendis. Hann gegndi prófessorsstöðu við Listaháskóla Íslands 2000–2007, og hefur kennt velflestum myndlistarmönnum okkar af af yngri kynslóðum. Sýningin er opin á skólatíma til 12. okt, og 13. okt. frá 14-16 er hún liður í Sequences hátíðinni.

Engin ummæli: