laugardagur, júní 19, 2004

Ohhhhh það er rigning. Og það á að vera rigning eins langt fram í tímann eins og menn þora að spá. Það var nefnilega svo gott veður hérna um daginn. Það kom með Indru og lauk þegar hún fór aftur. Geturðu ekki bara komið aftur kæra systir?

Við erum byrjuð að pakka niður. Það gengur ágætlega. Það eina sem á eftir að ganga upp varðandi þessi íbúðaskipti er dagsetningin. Formleg skipti verða 1. júlí en Daniella er að hugsa um að flytja þann þriðja. Þá er bara spurning hvort við megum senda hvort öðru lykil eða hvort við þurfum að skila inn öllum lyklum til leigusalans. Það fyrirtæki vill að við komum og skrifum undir og hlýðum á upplýsingafyrirlestur... bla, bla, bla. Við verðum að mæta sjálf. Ég bara nenni ekki að skjótast enn einu sinni fram og til baka til Stokkhólms bara út af þessu. Vonandi þurfum við ekki að gera þetta fyrr en við erum flutt inn.

Hérna er mynd af kirkjunni sem ég er að fara að vinna í. Hún stendur svo fallega í bænum og er víst kennileyti fyrir Nynäshamn.

Nú er heilinn á mér að sjóða yfir vegna þess að maður fær svo mikið af hugmyndum fyrir starfið.

Engin ummæli: