sunnudagur, júní 27, 2004

Hrafnhildur kemur mér sífellt á óvart þessa dagana. Hún er svo róleg út af íbúðaskiptunum. Ég var búinn að vera heima í klukkutíma á fimmtudaginn þegar hún sagði: Æ já. Alveg rétt. Anna J hringdi áðan og sagði að íbúðin í Stokkhólmi væri bara fín. Fínt umhverfi og svona. What ever!"
Svo er hún farin að horfa dáldið á íþróttir.
Svo viðurkenndi hún í gær að henni þætti gaman að einu djasslagi sem ég var að spila (Lullaby of Birdland með Sarah Vaughan). Hún sem er ekkert fyrir djass.
Og þegar ég kom heim um daginn var hún búin að gera við Makkann þannig að maður gat farið á internetið á honum. Hvað er að gerast?

Eins og margir vita hef ég alla tíð verið mikill Macintosh aðdáandi. Þetta eru frábærar tölvur. Ég lét undan þrýstingi í haust og samþykkti að keypt yrði PC. Það er reyndar ágætis tölva. Það er Compaq fartölva en núna er hún eitthvað að stríða okkur því það er ekki hægt að uppfæra neitt af windowsforritunum, og sum virka bara ekki neitt. Þetta er ábyggilega einhver vírus en við höfum þurft að berjast við vírusa við og við. Það var aldrei neitt vandamál með Makkann. Og svo var það yfirleitt þannig að maður gat gert sjálfur við vandamálin ef þau komu upp eins og Hrafnhildur um daginn. En það sem PC hefur fram yfir er að það eru til fleiri forrit hönnuð fyrir þær og margt á netinu passar bara í Windows.

Engin ummæli: