miðvikudagur, janúar 04, 2006

Við ætluðum að ná í búslóðina í gær og vorum búin að smala saman öllum bræðrum okkar og föður. Ég og Gunnar fórum á undan til að borga reikninginn og tollafgreiða. Þegar við vorum búnir að standa í því í hálftíma þá fyrst fékk ég að vita að það tæki a.m.k. einn dag að tollafgreiða. Það hafði mér ekki dottið í hug. Þegar við fluttum út til Gautaborgar þá fengum við þetta bara sent heim að dyrum og þurftum ekkert að hafa samband við tollinn og sama þegar við sendum dót út eftir brúðkaupið. Nú verður erfiðara að smala saman mannskapnum því Daði byrjaði í skólanum í dag og Gunnar í vinnunni. Svo hringdi Edda Borg í mig í gær og bauð mér að koma og hitta hana. Þegar ég spurði hana hvenær kennsla hefst þá byrjar hún í dag. Ég veit ekki afhverju mér fannst hún eiga að byrja á mánudaginn. Það gæti verið af því að kóræfingarnar byrja þá.
Við fórum að skoða eina íbúð í gær og erum mjög skotin í henni. Þetta er sérhæð í Laugarneshverfinu með rosalega flottri innréttingu og skemmtileg að innan. Svo er smá garðskiki sem er algjörlega óræktaður sem væri hægt að dunda sér í. Tengdapabba finnst alveg ómögulegt að við kaupum það fyrsta sem við skoðum en okkur leist ansi vel á þetta og höfðum góða tilfinngingu þegar við komum þarna inn. Við ætlum auðvitað að skoða þetta betur og leita ráða út um allt og skoðum kannski einhverjar í viðbót en þetta myndi henta okkur ansi vel. Við skoðuðum reyndar eina íbúð kvöldið áður í Grafarvoginum en innviðirnir voru bara svo þreytulegir þar.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

við keyptum það fyrsta sem við skoðuðum, sáum ekkert annað eftir það... Aldrei séð eftir því!

Nafnlaus sagði...

Ég keypti íbúðina sem ég skoðaði númer 2:o)
Jóna Björk

Nafnlaus sagði...

Ég mæli með Laugarneshverfinu! Það er svo greiðfært héðan fyrir tónlistarfólk sem er að vinna út um allan bæ.