fimmtudagur, janúar 12, 2006

Ég var búinn að skrifa voða fínt blogg um daginn, m.a. um fyrstu kóræfinguna og svoleiðis en ég gat aldrei birt hana. Það kom alltaf upp einhver tæknileg villa. En það var önnur æfing í gærkvöldi og hún gekk barasta svona líka vel. Það mættu reyndar bara tveir tenórar af 6 þ.a. ég bað fólk að vera með allar klær úti í leit að þessum sjaldgæfu fyrirbærum. Ég er allavega búinn að klófesta einn, þ.e. Gunnar bróður. Svo ætla ég að prufa að hringja í a.m.k. tvo í viðbót.

Ég fór með Ísak í höfuðbeina og spjald... eitthvað dæmi í gær. Ef það hefðu ekki allir verið búnir að tala um hvað þetta væri gott fyrir krakkana þá hefði ég jafnvel gengið út úr miðjum tímanum. En ég er ekki frá því að honum líði betur nú þegar í dag en það var sagt að það tæki hann kannski tvo daga að losna við alla spennu. Fyrir þá sem ekki vita er þetta einhvers konar heilunarnudd, maður á að tala voða mikið við barnið og segja því að þessi erfiða fæðing gerist bara einu sinni. Og fyrst að naflastrengurinn var tvívafinn um hálsinn á honum þá hélt nuddarinn kyrkingartaki um hann til að minna hann á þá lífsreynslu og það á að losa um þá spennu.

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun er frábært fyrirbæri. Hef prófað það sjálf ásamt nokkrum fjölskyldumeðlimum. Mæli með því við alla.

Já, ertu ekki bara sáttur við kórinn? Mér finnst þú fara ákaflega vel af stað með hópinn:O)

Maggi sagði...

Mér fannst ganga dálítið brösulega á mánudaginn en var mjög fínt í gær.

Þóra sagði...

Kyrkingartaki? Ég hefði gengið út á staðnum og samt er ég algjör sökker þegar það kemur að öllu svona ,,öðruvísi"

Maggi sagði...

Já, sem betur fer var hún búin að vara mig við að hún myndi gera þetta, en hún þrýsti ekkert að honum.