mánudagur, janúar 30, 2006

Sætust í heimi


Ísak er farinn að kúra sig í hálsi Hrafnhildar.... hafiði séð nokkuð eins sætt. Hann er með uppáhaldsstellingar hjá hverjum og einum. Ég þarf helst að vera með hann á öxlinni minni. Halldór er sá eini sem getur látið hann liggja á bakinu í fangi sér og Dísa lætur hann liggja á maganum á maganum sínum Við ætlum nú að reyna að lengja tímann á milli gjafa á nóttunni. Það hefur gengið ágætlega að degi til, stundum fer það upp í fjóra tíma, en hann drekkur alltaf á tveggja tíma fresti á nóttunni.

Kóræfingar ganga vel. Ég hef reyndar aldrei komist yfir allt það sem ég hef ætlað mér fyrir hverja æfingu en ég er viss um að þetta verða glæsilegir tónleikar. Það er góð stemning á æfingum og stjórnin var að tala um að mætingar hefðu verið extra góðar. Það er búið að bætast smátt og smátt af fólki og má segja að það sé orðið "uppselt" í allar raddir. Nú er bara að vona að það verði uppselt á tónleikana líka. Þeir verða sem sagt á Pálmasunnudag(10 apríl) og þriðjudeginum eftir það. Allir að mæta. Tvö mjög góð og ólík verk sem hafa að öllum líkindum aldrei verið flutt áður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ - bara að kvitta. Var reyndar lengi að furða mig á "kúara-furðulausu" mataræði :)

Hittumst mjög fljótlega!
Ásdís Ýr

Maggi sagði...

Já, það er náttúrlega líka gott og gilt orð.

Torfi sagði...

Eru allar stellingarnar hans Ísaks uppseldar? Hvað með á hvolfi yfir lærið? Ég var bara að pæla að mig langar svolítið að geta haldið á honum líka :)

Hrafnhildur sagði...

Haha nei það eru margar stellingar eftir! Háhestur...