miðvikudagur, janúar 11, 2006

Jóna, amma hennar Hrafnhildar, dó í svefni í nótt. Megi góður Guð geyma hana.
Ég þakka Guði fyrir að við fórum að heimsækja hana í gærkvöldi með Ísak og þá var hún hress að vanda og aldrei hefði okkur grunað að það væri komið að síðustu kveðjustundinni. Við sögðum henni einmitt frá íbúðinni sem við vorum að skoða í gærkvöldi sem er bara beint á móti henni, þ.e. heimili Jónsa og Ólu á Langholtsvegi. Og hún var einmitt að tala um það við Ólu í gærkvöldi hvað það yrði nú skemmtilegt að hafa okkur beint á móti og svo Jónu Björk bara aðeins neðar í götunni.
Ég segi bara eins og Mamma sagði að ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst svona skemmtilegri konu.

Engin ummæli: