fimmtudagur, apríl 28, 2005

Hverju á maður að trúa?

Ég fann þessa líka fína heimasíðu gagnauga.is þar sem maður getur hlaðið niður fullt af heimildarmyndum. Þetta hefur alveg bjargað mér í veikindafríinu. Ég horfði á þrjá BBC þætti um hræðsluáróður Neo-con mannanna sem nú eru aftur komnir til valda. Það var mjög merkilegt að sjá þá beita sömu rökum á 8. áratugnum og nú, sem sagt þegar Nixon gerði afvopnunarsamning við Sovét hélt Rumsfeld því fram að þeir væru að koma sér upp leynilegum vopnum. Og þegar CIA staðhæfði að heimildir þeirra bentu ekkert til þess þá sagði hann að einmitt þess vegna væri þetta svo alvarlegt, þetta væru svo fullkomin vopn að það væri ekki hægt að greina þau með hefðbundnum njósnaaðferðum. Markmið þessara manna er að hafa nógu stóran og mikinn óvin til þess að Bandaríkjamenn finni sig í því hlutverki að berjast við hið illa. Þeir ýktu ógnina af Sovétríkjunum svo stórlega að þeir voru farnir að trúa því sjálfir. Héldu því jafnvel fram að IRA, PLO og ETA væri hluti af þessu illa neti sem var stjórnað frá Moskvu.

Þegar Sovétið hrundi snéru þeir sér að Saddam og svo núna Alkaída. Því var haldið fram í þættinum að þau samtök voru í raun búin til í réttarhöldum út af árásinni í Naíróbí. Þar sem Bin Laden var ekki viðstaddur réttarhöldin var auðveldara að ákæra hann ef um samtök var að ræða, eins og gert er við mafíuforingja. Þetta eru ekki eins stór og fullkomin samtök og haldið hefur verið fram. Enda hafa þeir ekki getað handsamað neinn.

Í öðrum þætti var reynt að komast að hinu sanna varðandi 11 sept. Hvers vegna neituðu Bandarísk stjórnvöld að taka mark á skýrslum ísraelsku leyniþjónustunnar um að hryðjuverkahópar ætluðu að ræna flugvélum til að fljúga á fyrirfram ákveðin skotmörk.
Af hverju fóru engar herþotur í loftið þegar í ljós kom að búið var að ræna vélunum. Það er standard venja að senda þotur strax af stað þegar flugvél fer af leið en þær fengu að fljúga í 75 mínútur án þess að nokkuð yrði gert. Það hefur aldrei gerst áður að fjórum farþegavélum sé rænt samstundis og það er alveg stórkostleg tilviljun að eitthvað hafi klikkað í öllum fjórum tilvikunum. Það þarf bara forsetaleyfi til að skjóta niður flugvélar.
Af hverju voru stjórnvöld svona treg til að láta fara fram rannsókn á málinu. Eftir nánast öll stór slys þá hefur rannsókn hafist innan tveggja vikna en það tók eitt og hálft ár í þessu tilviki, og það var mjög skringilega að henni staðið og stjórnvöld drógu lappirnar.
Þetta kom líka á ansi heppilegum tíma fyrir Bush, hann var nýbyrjaður og gat ráðist inn í Afganistan án þess að nokkur mótmælti og Írak þrátt fyrir kröftug mótmæli því hann hafði stuðning fólksins síns. Svo gat hann breytt lögum sem færði yfirvöldum aukin völd yfir þegnunum sem flugu í gegnum þingið og hamrað á því að fólk þyrfti á honum að halda út af því að hann gæti varið það gegn óvininum. Það hefur líka komið í ljós að Neo-con liðið var búið að plana árás á Afganistan og Írak töluvert fyrir 11 sept.
Því var sem sagt haldið fram að Bush stjórnin hafi verið með í ráðum á einhvern hátt. Maður á erfitt með að trúa því að menn geti verið svona svakalega siðblindir. Þetta var borið saman við þegar Nasistar kveiktu í Reichstag skömmu fyrir þingkostningarnar 1933 og kenndu Kommúnistum um.

Engin ummæli: