fimmtudagur, maí 05, 2005

KLAPPAÐI MEÐ EISTUNUM

Ég skrifaði þetta líka fína blogg á mánudagskvöldið um afmælisferð okkar hjónanna til Tallinn en sá svo daginn eftir að ekkert hafði sparast. Ég bendi á bloggfærslu Hrafnhildar. Ég get bara bætt við að við fórum á tónleika með baltneskri kammersveit sem spilaði Sibelius, Mozart og Mendelssohn undir stjórn Ashkenasy. Við klöppuðum og stöppuðum ákaft með Eistunum. Ég get alla vega sagt að innan borgarmúranna er Tallinn mjög fallegur miðaldabær en fyrir utan blasa við kommúnistablokkir, slitnar götur og hrörlegir sporvagnar.

Fór að vinna aftur á þriðjudaginn og er orðinn svo gott sem fullfrískur en má ekki fara í líkamsrækt í a.m.k. tvær vikur í viðbót. Það var rætt um prestana sem sóttu um. Af fimm sem sóttu um koma þrjár konur til greina. Mér finnst ein alveg tilvalin. Hún er akkúrat það sem söfnuðurinn þarf á að halda en meirihlutinn er ekki á þeirri skoðun. Þau eru hrædd um að hún sé of áköf og tali of mikið. Mér finnst stundum teknar lélegar ákvarðanir á þessum vinnustað og þetta er ein af þeim.

Engin ummæli: