föstudagur, apríl 22, 2005

Óperuaðdáandinn

Ég og Skrámur kúrum upp í sófa að horfa á Toscu á DVD sem Mamma kom með um daginn. Ansi góð útgáfa með einum af uppáhaldssöngvaranum mínum, Ruggero Raimondi, sem syngur Scarpia og er alveg fanta góður leikari. Hann minnir mig svo mikið á F Murray Abraham sem leikur Sallieri í Amadeus. Svipaðir andlitsdrættir.
Þegar Tosca byrjaði að syngja aríuna sína, "vissi d'arte", stóð Skrámur skyndilega upp og starði á skjáinn. Svo færði hann sig sem næst sjónvarpinu og hallaði höfðinu undir flatt og var þannig þangað til arían var búin. Þá fékk hann sér að borða.

Það var lán í óláni hvað þetta gerðist hratt í fyrradag. Ég var alveg stálsleginn á þriðjudaginn og fann ekki fyrir neinu. Um morguninn leið mér hálf illa, reyndi að ganga þetta af mér og hugsaði um allar ófrisku konurnar sem maður þekkir núna og hvaða aumingjaskapur þetta væri að þola ekki smá meltingatruflanir á meðan þær þurfa að ganga í gegnum stórkostlegar breytingar á líkamanum.

Engin ummæli: