mánudagur, febrúar 13, 2006

Það sem ég var dálítið óöruggur með þegar ég byrjaði með Fílharmóníuna var það að vinna með píanista. Ég hef sjaldan gert það. En svo kom þetta bara af sjálfu sér. Hún Gurrý er náttúrlega alveg hörkufínn píanisti og les nótur eins og ég veit ekki hvað. Nú er hún í Bandaríkjunum í tvær vikur og þá fannst mér allt í einu skrítið að vera ekki með píanista á æfingu. En æfingin gekk mjög vel nema hvað að kórinn átti það til að falla þegar ég lét hann syngja undirleikslaust.
Fór svo að sjá Öskubusku í óperunni í gær og var bara ánægður með það. Skemmtileg uppfærsla. Fór stundum yfir strikið í að fiska eftir hlátri, sérstaklega Beggi, og það fór í taugarnar á mér og stundum voru menn ekki alveg samtaka, sérstaklega Garðar Thór sem virtist vilja hafa hraðara tempó en Kurt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gurrý, as in Guðríður Sigurðar? Ef svo er var hún píanókennarinn minn í Tónó... ég var ábyggilega leiðinlegasti nemandinn hennar... allavega latasti! En við vorum ekki að "bonda" og það latti mig, frekar en hvatti. Svo hætti ég.

Garðar Thór vill oft hraða, hefur mér fundist... en hann er samt ofsalega æðislegur - sérstaklega sætur þó... hí hí! ;)

Maggi sagði...

Þetta er einmitt Guðríður Sigurðardóttir og ég hélt að ég hefði verið lélegasti nemandi hennar, sérstaklega var ég lélegur að æfa mig. Þess vegna var ég svo hissa að hún skyldi mæla með mér í þetta stjórnendastarf.