sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ég fór á tónleika hjá Jónasi í Salnum í gær og þeir voru æðislega flottir. Mjög metnaðarfullt og flott prógram (ekki oft sem maður getur sagt það um tenóra) sem hann söng mjög vel, allt utanbókar, meira að segja þó nokkur lög á rússnesku. Hann er orðinn barasta virkilega góður, með mjög flotta tækni og hefur ekkert fyrir háu tónunum en nú var hann með svo flotta túlkun líka og öruggari sviðframkomu. Ég fór bak við til að þakka honum fyrir og talaði við Jónas Ingimundar líka og reyndi að þakka honum fyrir píanóleikinn en hann gerði eins og vanalega og svaraði alltaf hvað strákurinn væri með fína rödd. Svo sátum við heima hjá Hjálmari um kvöldið og skiptumst á slúðri fram til tvö í nótt. Svo er það óperan í kvöld.

Engin ummæli: