föstudagur, maí 14, 2004

Mikið ofboðslega er fyndið að heyra fréttaþulinn Vilhelm G. Kristinsson (með sinni hlutlausri röddu) segja í lok hádegisfrétta í dag: Formaður Vinstri grænna kallaði forsætisráðherra gungu og druslu. Fleira er ekki í fréttum."
Þetta er nú meiri sápuóperan. Hvað gerist eiginlega næst. Ætli Halldór rífist heiftarlega við Davíð sem endar með því að annar slái hinn utan undir og snúi sér svo að flöskunni. Eins og í Dallas
Það var umfjöllun um Dallas hérna um daginn og talað um að sósíalistar hefðu fagnað þáttunum og vissir um að þetta væri háðsmynd af kapítalistu samfélagi Bandaríkjanna og hápólitískt.

Nú er Habbidu í Falun með Önnu, Önnu og Jenny. Alla helgina. Það þýðir dáldið aðrar reglur á heimilinu á meðan. Þá er til að mynda í lagi að fá sér vöfflur og bjór í kvöldmat. Það er reyndar ýmislegt að gera. Það er próf á mánudaginn í impróvaseruðu orgelspili, orgeltónleikar á miðvikudaginn, kórferð til Skara á sunnudaginn þar sem á að syngja meðal annars messu eftir Poulenc sem er ferlega snúin en mjög flott. Svo þarf ég að ganga frá fullt af smáverkefnum og ganga frá atvinnuumsóknum til að senda í næstu viku. Þannig að það er um að gera að vera duglegur. Þess vegna er mjög gott að vera í tölvuleik megnið af deginum í dag.

Habbidu og Anna kynntu lokaverkefnið sitt í vikunni og stóðu sig með prýði. Það er naumast hvað þarf að vera námkvæmur og vísindalegur í svona skýrslu. Verkefnið fjallar um viðforf 10 ára barna við talörðugleika jafnaldra sinna. Ég náði að lesa ca. hálfa skýrsluna fyrir kynninguna og var hissa hvað þetta þurfti að vera nákvæmt. Þurfti að skilgreina hugtakið viðhorf fyrst, greina frá öllum fyrri rannsóknum og fjalla vísindalega um félagslegar aðstæður 10 ára barna. Svo voru andmælendur sem settu aðallega út á notkun kommu, uppröðun á heimildum og þannig.
Í eitt skipti var rökrætt hvort ætti að nota hugtakið fjórðu bekkingar, 10 ára börn eða jafnaldrar og urðu snögg orðaskipti sem mér fannst dáldið fyndið þ.a. ég hló með sjálfum mér (hélt ég) en það vildi þannig til að akkúrat á því augnabliki var dauðaþögn í salnum og ALLIR litu við og horfðu skringilega á þennan kærasta Hrafnhildar hlæja að þessari gagnrýni. En mér fannst samt fróðlegt að heyra að eftir þetta sköpuðust umræður hver þessara talmeinafræðinga yrði fyrst barnshafandi og var Hrafnhildur og Anna valin (ekki þessi Anna reyndar heldur hin). Þau hafa ábyggilega byggt það á þessum hlátri mínum ("... já hann virðist vera í góðu formi þessi...")

Engin ummæli: