miðvikudagur, maí 05, 2004

Gat skeð!
Ég hringdi í Daniellu, konuna í Stokkhólmi sem ætlar að skipta við okkur á íbúðum. Hún er ekki búin að skila inn pappírunum til leigusalanna. Þeir þurfa nefnilega 4 til 6 vikur til að kanna málið. Ástæðan er sú að hún stendur í forræðisdeilu við fyrrverandi manninn sinn sem meinar henni að flytja með börnin þeirra frá Stokkhólmi. Hann er búinn að setja stopp á allt þetta íbúðaskiptaferli og dómstólarnir ætla að skera úr um þetta 29. maí. Vonandi að þeir dæma henni í vil og að við getum farið fram á flýtimeðferð hjá leigusölunum. Ég tók náttúrlega fram að mér þætti það leiðinlegt að hún þyrfti að standa í þessu öllu saman. En ég get ekki sagt að þetta sé skipulagðasta kona í heimi.

Um helgina fórum við Hrafnhildur í búðarleiðangur til að kaupa á mig afmælisföt. Við fundum nokkrar buxur til að máta og ég fór í mátunarklefan í herradeildinni. Þar voru allt strákar á mínum aldri að máta föt og kærusturnar stóðu fyrir utan og fylgdust grant með, yfirleitt með hurðina hálf opna þannig að öll búðin sá inn í klefann. Hrafnhildur hagaði sér mun betur en þessar kærustur og opnaði ekki fyrr en ég var búinn að hneppa endanlega að buxunum.

Engin ummæli: