miðvikudagur, mars 17, 2004

Jæja, þá hefst bloggið.
Undanfarnar vikur (eiginlega síðan ég kom aftur út til Gautaborgar í janúar) hef ég varla gert neitt annað en að undirbúa mig fyrir inntökuprófin í stjórnendadeildina í Stokkhólmi. Þess vegna hef ég ekkert verið voða duglegur að skrifa vinum mínum og láta vita hvað ég er að gera. Svo tekur það svo langan tíma fyrir mig að skrifa tölvupóst því ég þarf alltaf að segja frá svo mörgu þegar ég loksins læt verða af því að skrifa. Þetta blog-dæmi lýst mér ansi vel á og vona að það virki.
Alla vegna. Eins og ég var búinn að undirbúa mig mikið fyrir inntökuprófin þá komst ég samt ekki inn og varð heldur betur fyrir vonbrigðum. Nú er ég þó búinn að jafna mig á þessu. Þetta er barasta mjög erfitt. Það voru 30 sem sóttu um og ca 3 sem komust inn. Svo voru allir að spurja mig hvort ég væri þarna í fyrsta skipti. Það var nebblega þannig að þeir sem sögðust vera þarna í fyrsta skiptið voru bara að prófa til að gera þetta almennilega á næsta ári og þeir sem komust inn höfðu reynt árið áður.
Mér gekk samt alveg ágætlega í prófunum. Ég stjórnaði strengjakvintett, eitt stykki eftir Mozart og eitt eftir Puccini. Það gekk mjög vel og dómnefndin virkaði mjög ánægð. Áður en ég fór inn í prófið hafði ég heyrt að Jorma Panula (hljómsveitarstjóri) væri mjög gagnrýninn og komið með fullt af kommentum fyrir þá sem voru að stjórna en hann sagði ekkert við mig og virkaði mjög ánægður. Kórstjórnarprófið gekk líka vel en það sem ég klikkaði á var prima vista prófið þar sem ég átti að spila hluta af einhverju Haydn píanóstykki og nokkra takta úr hljómsveitarverki eftir Stravinski og það gekk ekki eins vel. Það var mjög erfitt ritmískt, alltaf að skipta um takttegund og fullt af punkteringum og þríólum.
Nú er bara að undirbúa sig fyrir inntökuprófin á næsta ári og til öryggis ætla ég að sækja um í Kaupmannahöfn líka. Þá gæti Hrafnhildur starfað í Malmö og annað hvort okkar pendlað á milli með lestinni. En ef ég kemst inn í Stokkhólmi þá tek ég það.

Engin ummæli: