miðvikudagur, júlí 26, 2006

Ég sé að Þóra Marteins er hætt að blogga. Ég skil hana vel. Maður var vanur því að geta skrifað hvað sem er þegar maður bjó í Svíþjóð en nú þarf maður virkilega að passa sig. Það tók mig dálítinn tíma að finna nýjan stíl.

Ég er að fara að hitta hljómsveitarstjóra frá Litháen á eftir sem vildi endilega hitta mig út af Fílharmóníunni. Það er voða spennandi allt saman. Bað formann kórsins að koma með. Ég veit eiginlega ekkert hvað hann hefur í huga. Litháarnir voru voða spenntir að vinna með kórnum en langaði ekkert sérstaklega að flytja Carmina burana enda hefur það verið flutt svo oft þarna úti. Þeir eru spenntari fyrir íslenskri tónlist. Sem er náttúrlega alveg frábært en þá þarf að hugsa þessa utanlandsferð kórsins alveg upp á nýtt, ef þetta er staðan. Ef ég var ekki búinn að taka það fram hér á blogginu þá er búið að hætta við að fara til Búlgaríu því þeir vildu að kórinn sæi um fjáröflun fyrir komu þeirra til Íslands. Auk þess þurfti kórinn að borga undir sig út. Það var ekki góður díll. Bara leiðinlegt hvað þetta kom í ljós seint.

Ísak er alveg við það að fara að skríða. Hann er farinn að snúa sér sitjandi og hefur stundum mjakað sér um ca. metra á nokkuð löngum tíma og þegar hann liggur á maganum sér maður hvað hann reynir að komast eitthvað en hann fer bara afturábak. Hann fór nú bara ansi langt þannig í morgun. Svo erum við að reyna að fá hann til að segja Mamma sem hann gerði reyndar í gær en þá var móðir hans hvergi nálægt og ég hafði ekki beðið hann um að segja þetta. Ég veit ekki hvor að þetta var tilviljun eða hvort hann er svona stoltur að hann vilji ekki láta það virka eins og hann sé að herma eftir manni og bíði því með að segja svona hluti þar til daginn eftir. Sama er uppi á teningnum þegar við spurjum hvað hann er stór. Maður sér á svipnum að hann er heilmikið að pæla hvað hann eigi að gera en svo gerist yfirleitt ekki neitt. En hann byrjar daginn oft á því að sýna okkur hvað hann er stór, alveg í óspurðum fréttum og svo klappar hann með okkur eftir á. Mamma hans flýtir sér oft að spurja hann þegar hún sér að hendurnar eru á leiðinni upp og þá verða allir glaðir og klappa og klappa.

6 ummæli:

Hildigunnur sagði...

arrg!

NÚNA sendi ég þér Guðbrandsmessuna! Heimilisfang, plís.

(hún er betri en Vídalín, sko. Og myndi smellpassa fyrir Fílharmóníuna)

Nafnlaus sagði...

gwah!!

infó plíz..

Maggi sagði...

I'm one step ahead of your. Hún er þegar komin efst á listan. Ég var bara að frétta þetta með Litháana fyrir helgi. Þetta er allt mjög óljóst ennþá.
Sendu þetta á Mosarima 11, 112 Rvk.

Hildigunnur sagði...

hei, snilld :-D Geri það prontó

Nafnlaus sagði...

Ekki hætt. Bara flutt. Vertu velkominn á nýja nafnlausa bloggið :-) tonskald.blogspot.com

Maggi sagði...

Ó! Minn eitthvað að mis...