fimmtudagur, október 06, 2005

Veeeeiiiiiiii nú virkar netið. Maður á aldrei að segja aldrei en ég býst ekki við að það verði meira vesen með þetta. Ég skrifaði sem sagt kvörtunarbréf fyrir tveimur vikum, ég fékk svar tæpri viku seinna þar sem þau báðu um farsímanúmerið mitt, þau hringdu samt ekki í mig fyrr en á þriðjudaginn var. Þá kom sem sagt í ljós að breiðbandið virkar ekki nema maður hafi venjulega símaáskrift og af hverju í ósköpunum sagði enginn mér það um daginn. Ég hélt það yrði einfaldara að hafa allt hjá sama fyrirtækinu en það virðist ekki vera. En þau komu til móts við okkur og ég er bara nokkuð sáttur. En ef það dirfist einher að ónáða mig frá símafyrirtæki í framtíðinni mun ég svo sannarlega láta hann heyra það.

Ég var tekinn fyrir of hraðann akstur í gær, keyrði 75 þar sem hámarkshraðinn var 50. Fékk sekt upp á heilar 16 000 íslenskar krónur en hefði ég verið yfir 80 þá hefði ég misst skírteinið. Það voru ansi margir stoppaðir á þessum veg þannig að ég skammast mín ekkert og löggan sem talaði við mig var rosalega viðkunnanleg. Hrafnhildur reif óvart niður baksýnisspegilinn um daginn og ég hafði ekki náð að líma hann aftur upp og var mjög nervus um að löggan mundi taka eftir því en hún gerði það sem betur fer ekki. En ég hefði kannski átt að segja eins og Baldur bekkjarbróðir minn úr MR þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur: "En, ég hef alltaf keyrt svona!"

Engin ummæli: