fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Skiptilykill á sænsku

Ég og tengdapabbi höfum verið voða duglegir að hengja upp myndir, gardínustangir og svoleiðis, tengdum meira að segja þvottvélina en gátum ekki tengt vatnið því ég átti ekki nógu stóran skiptilykil. Þannig að ég fór í dag í leiðangur úr vinnunni. Og þó svo ég hafi búið nokkur ár í Svíþjóð og tala bara ágætis sænsku að mér finnst þá hef ég hingað til ekki þurft að vita hvað skiptilykill heitir á sænsku. En ég vogaði mér í búðina:
"Mig vantar verkfæri sem er nokkurn veginn svona í laginu, notað til að skrúfa, eða ekki beint að skrúfa en svona til að herða eða losa.... ef ég segi "växelnyckel", hringir það einhverjum bjöllum? Ekki það nei. Þetta er alla vega svona færanlegt og maður notar þetta á svona sexhyrningslaga kringlótt stykki sem gæti jafnvel heitið "ro"... (nú kom mjög skrítinn svipur á afgreiðslumanninn) og þegar maður notar verkfærið þá hreyfir maður það svona... nei, ekki hamar..."
Ég gafst upp og þræddi alla búðina (á meðan starfmaðurinn sagði kollegum sínum frá mér) og fann sjálfur að lokum og sá að það heitir einfaldlega "skiftnyckel".

Engin ummæli: