laugardagur, júlí 30, 2005

Skotinn

Ég keypti bíl í gær. Ford escort, station, 96 model, keyrður rúmlega 160þús km. Ég þurfti að fara mjög langt með lest, tunnelbanann og strætó því það eru svo margar bílasölur lokaðar núna vegna sumarleyfa. Þetta er nú ekkert flottur bíll en hann virkar ég treysti því að hann klikki ekki á miðri leið á milli Södertälje og Nynäshamn. Framstuðarinn er brotinn og límdur saman með gráu teipi, það er ryð á afturhurðinni og það vantar takka í útvarpið þannig að það virkar ekki. En fyrir vikið fékk hann nokkuð ódýran og því getum við safnað pening fyrir íbúðarkaupum. Ég sé nú alveg samt fyrir mér að bílasalarnir hafi skálað í kampavíni í gærkvöldi yfir að hafa loksins getað selt þennan bíl. Við erum vön að nefna bílana okkar, sá fyrsti hét Denni Daihatsu, næsti Lína Lancer og þessi Skotinn því bílnúmerið byrjað á bókstöfunum DJE.

Engin ummæli: