sunnudagur, nóvember 28, 2004

Gleðilega aðventu.
Það var voða gaman í dag. Var með messu þar sem bæði kórinn minn og kammerkórinn á staðnum sungu og það var voða gaman og þau sungu voða vel allir gasalega ánægðir. Svo dreif ég mig í Adolf Fredriks kirkjuna til að syngja á aðventutónleikum og þar var líka fullt af fólki að hlusta. Anders Eby sagði við mig að hann fattaði ekki af hverju fólk fer á tónleika á fyrsta í aðventu. Það kom greinilega í ljós á síðustu kóræfingu að þetta er ekki uppáhaldsdagurinn hans. Ég held að það sé vegna þess að hann þarf flytja svo mikið af þessum "skylduverkum" og svo voru þrír kórar, allir á sitthvorum staðnum, organleikari á öðrum og svo trompetleikarar og það þurfti að koreografera allt saman.
Ég bölvaði mér í sand og ösku þegar ég þurfti að rífa mig upp úr rúminu í gærmorgun. Ég var búinn að boða til auka kóræfingu sem átti að byrja klukkan tíu og vera til tvö. Ég ákvað þetta snemma í haust þegar það var svo gott veður en núna er snjór út um allt, erfitt að komast um og ég er alltaf svo þreyttur. En þegar ég var búinn að fara í sturtu og byrjaði að æfa þá var ég miklu hressari. Það sögðu reyndar margir í kórnum að ég hefði verið alveg óstöðvandi og fólkið alveg uppgefið um kvöldið.

Núna ætlum við hjónin að halda upp á eigin aðventu í kvöld með jólaköku og jólageisladiski.

Engin ummæli: