mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég veit ekki af hverju en ég get ekki viðurkennt að fólk hafi vakið mig þegar það hringir í mig. Jafnvel þegar fólk hringir eldsnemma um morguninn eða jafnvel um miðja nótt eins og þegar ég vann á Hótel Sögu. Það er líka sama hvað ég þjálfa upp röddina áður en ég tala í símann þá virðist það ekki duga neitt því það er alltaf spurt: Guð, fyrirgefðu, var ég að vekja þig?.
Ég: "Ha..... nei, nei.... ég var (þögn, þögn, þögn) ég var alveg vakandi."
Klukkan sjö í morgun hringdi Eva sem vinnur með Hrafnhildi og auðvitað vakti hún mig en sem betur fer spurði hún ekkert heldur baðst bara afsökunar á að hafa vakið mig þannig að ég þurfti ekki að neita því.

Ég var líka extra þreyttur í gærkvöldi því það var langur dagur í gær. Messa um morguninn og svo æfingar allan daginn og fixa prógram og svoleiðis fyrir fyrstu kórtónleikana sem voru klukkan sex. Þeir heppnuðust svaka vel og voru mjög vel sóttir og allir obboðslega ánægðir, sérstaklega sóknarpresturinn (eða kirkjuhirðirinn eins og embættið heitir á sænsku). Kórinn söng barasta mjög vel og gerði ekki ein einustu mistök en mikið af tónlistinni var með endalaust mörgum endurtekningum. Ingibjörg spilaði á básúnuna, bæði með kórnum og svo með mér á orgelið, svo spilaði Robin, kolleginn minn, á píanó en hann er ferlega góður í svona djasspíanói. Svo var íslenskur kontrabassaleikari sem hefur starfað í Svíþjóð í 40 ár. Það er alveg ótrúlegt hvað einn kontrabassi gerir mikið fyrir heildarhljóminn.

Engin ummæli: